Disksneiðar

Hvar vilt þú setja Red Hat Linux upp?

Takið eftir: Ef þú ætlar að framkvæma Sneiðalaus uppsetning þarftu að velja DOS/Windows disksneið sem til er fyrir sem rót, táknað með /. Veldu þá FAT disksneið sem setja skal upp á. Þegar þú hefur valið hana veldu þá Breyta til þess að segja hvar varpa á disksneið inn í skráarkerfið. Hér skaltu velja / (rót skráarkerfisins). Því næst skaltu velja Í lagi þegar þú ert búinn. Eftir það þarftu að skilgreina stærð rótarskráarkerfis og diskminnis.

Sjá nánari leiðbeiningar í Installing Without Partitioning í Red Hat Linux Installation Guide handbókinni.

Ef þú veist ekki hvernig skipta á diskum í disksneiðar er gott að lesa þann hluta sem fjallar um það í Red Hat Linux Installation Guide eða Red Hat Linux Reference Guide.

Hafir þú nýlokið að skipta disknum í sneiðar með fdisk, þarftu nú að skilgreina hvar inn í skráarkerfið viðkomandi sneiðar eiga að varpast. Notaðu Breyta hnappinn þegar þú hefur valið disksneið sem þú vilt setja inn í skráarkerfið.

Ef þú ert að notast við Diskadrúídi, þarftu að skilgreina hvar inn í skráarkerfið þú vilt varpa viðkomandi disksneiðum. Þú gætir einnig þurft að búta til og/eða eyða disksneiðum.

Efst á skjánum má sjá þær disksneiðar sem til eru. Hver þeirra hefur fim m svið:

Við það að skruna í gegnum Disksneiðar hlutann getur verið að það séu rauð skilaboð um Óhlutuð beiðni um sneið við eina eða fleiri sneiðar. Algeng ástæða er sú að ekki er nóg pláss fyrir disksneiðina.

Til að leysa það er annaðhvort um að ræða að færa sneiðina yfir á disk með nægu lausu diskplássi eða eyða sneiðinni. Breytingar eru gerðar með Breyta hnappinum eða með því að tvísmella á viðkomandi disksneið.

Partitioning Your System

Hnapparnir í miðröðinni eru notaðir til þess að stjórna eiginleikum disksneiða. Þar er hægt að bæta við, breyta og eyða disksneiðum. Þar að auki eru hnappar sem hægt er að nota til þess að staðfesta breytingar sem gerðar hafa verið, endurstilla eða hætta breytingum disksneiða.

Drifin þín

Í þessum hluta sést hvernig diskar eru stilltir. Hann er einungis ætlaður sem yfirsýn. Hver lína hefur eftirfarandi svið: